Aron: Sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 12. júní 2016 19:42 Aron í leiknum í kvöld, en hann skoraði sex mörk. vísir/stefán Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira