Sjálfsmark Íra færði Svíum stig | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:20 Svíar fagna hér jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira