Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 17:15 Vardy-fjölskyldan og Englandsbikarinn. Vísir/Getty Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira