Þjálfari Portúgals: Ísland getur ekki breyst á einni nóttu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 17:11 Fernando Santos á æfingu portúgalska liðsins. vísir/afp „Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
„Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15