Skýrslur teknar hjá Móður jörð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Ólafsdóttir hvetja til þess að notkun sjálfboðaliðasamtaka á borð við WWOOF verði leyfð hér á landi. vísir/Valli AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira