Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 11:16 Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti