Blaðamaður BBC lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 15:48 Það er ekki ofsögum sagt að jafntefli íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við það portúgalska á Evrópumótinu í gær hafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og almennings erlendis. Það er þó ekki aðeins frammistaða strákanna sem fangað hefur athyglina heldur einnig frammistaða íslensku stuðningsmannanna sem fjölmenntu á leikinn en 8000 Íslendingar voru mættir til St. Etienne í gær til að styðja við bakið á landsliðinu. Þannig var blaðamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna ef marka má textalýsingu á vef BBC. Söngurinn sem um ræðir er þar sem klappað er í takt við tvo trommuslög, og má sjá í spilaranum hér að ofan, en um þetta sagði blaðamaðurinn í textalýsingu á 65. mínútu leiksins: “The Iceland fans have found their voice with a menacing, synchronised chant. Scary stuff.” Þetta gæti útlagst svona á íslensku: „Íslensku stuðningsmennirnir hafa fundið sína rödd með ógnvænlegum samhæfðum söng. Ógnvekjandi dót.“ Þá er einnig fjallað um íslensku stuðningsmennina á vefsíðu Independent þar sem vitnað er í umræður á samfélagsmiðlum um söngvana. Þar sagði einn þá meðal annars jafn ógnvekjandi og heill her af víkingum en sjá má nokkur tíst hér að neðan auk hópsöngs stuðningsmannanna þegar þeir tóku lagið „Ég er kominn heim“ á vellinum.That Iceland viking chant is still terrifying when there's only 50 of them. https://t.co/c3CHpMU5Yz— Tommy de la touche (@john_neptune) June 15, 2016 Things I have learnt today: Iceland fans are terrifying! Great synchronise fan cheers and noise but if I was a POR fan I'd be pooing myself— Martha Ashby (@miashby) June 14, 2016 That chant from Iceland is terrifying and amazing.— Markus (@MarkusSafc) June 14, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband Réðust inn í hóp portúgalskra stuðningsmanna og sneru þeim yfir á Íslandsvanginn í smá stund. 14. júní 2016 13:45 Sjáðu íslenska stuðningsmenn syngja þjóðsönginn í St. Etienne #Gæsahúð 14. júní 2016 19:54 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að jafntefli íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við það portúgalska á Evrópumótinu í gær hafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og almennings erlendis. Það er þó ekki aðeins frammistaða strákanna sem fangað hefur athyglina heldur einnig frammistaða íslensku stuðningsmannanna sem fjölmenntu á leikinn en 8000 Íslendingar voru mættir til St. Etienne í gær til að styðja við bakið á landsliðinu. Þannig var blaðamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna ef marka má textalýsingu á vef BBC. Söngurinn sem um ræðir er þar sem klappað er í takt við tvo trommuslög, og má sjá í spilaranum hér að ofan, en um þetta sagði blaðamaðurinn í textalýsingu á 65. mínútu leiksins: “The Iceland fans have found their voice with a menacing, synchronised chant. Scary stuff.” Þetta gæti útlagst svona á íslensku: „Íslensku stuðningsmennirnir hafa fundið sína rödd með ógnvænlegum samhæfðum söng. Ógnvekjandi dót.“ Þá er einnig fjallað um íslensku stuðningsmennina á vefsíðu Independent þar sem vitnað er í umræður á samfélagsmiðlum um söngvana. Þar sagði einn þá meðal annars jafn ógnvekjandi og heill her af víkingum en sjá má nokkur tíst hér að neðan auk hópsöngs stuðningsmannanna þegar þeir tóku lagið „Ég er kominn heim“ á vellinum.That Iceland viking chant is still terrifying when there's only 50 of them. https://t.co/c3CHpMU5Yz— Tommy de la touche (@john_neptune) June 15, 2016 Things I have learnt today: Iceland fans are terrifying! Great synchronise fan cheers and noise but if I was a POR fan I'd be pooing myself— Martha Ashby (@miashby) June 14, 2016 That chant from Iceland is terrifying and amazing.— Markus (@MarkusSafc) June 14, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband Réðust inn í hóp portúgalskra stuðningsmanna og sneru þeim yfir á Íslandsvanginn í smá stund. 14. júní 2016 13:45 Sjáðu íslenska stuðningsmenn syngja þjóðsönginn í St. Etienne #Gæsahúð 14. júní 2016 19:54 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband Réðust inn í hóp portúgalskra stuðningsmanna og sneru þeim yfir á Íslandsvanginn í smá stund. 14. júní 2016 13:45