Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 16:00 Aukaspyrna Cristiano Ronaldo komst ekki framhjá íslenska varnarveggnum Vísir/EPA Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira