Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 16:00 Aukaspyrna Cristiano Ronaldo komst ekki framhjá íslenska varnarveggnum Vísir/EPA Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira