Góðkunningjar lögreglu handteknir vegna hvarfs Guðmundar Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2016 22:25 Frá meðferð málsins árið 1978. Vísir Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41
Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36