Lífeyrissjóðir kjósi með fótunum skjóðan skrifar 1. júní 2016 10:00 Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira