Liverpool með flesta leikmenn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:30 Liverpool á flesta leikmenn á EM. Vísir/Getty Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira