Rúnar hrósar Lars: Á langstærstan þátt í uppgangi landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 19:15 Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira