Horfðu hundrað milljón sinnum á hrollvekju sem var frumsýnd á Snapchat Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:06 YouTube-stjarnan Andrea Russett fer með aðalhlutverkið í Sickhouse. Vimeo Bandaríska hryllingsmyndin Sickhouse er að fá töluverða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs en ekki vegna gæða heldur þeirrar staðreyndar að hún var tekin upp á Snapchat-formi. Myndin er alfarið tekin upp á iPhone-símum en áður en hún 68 mínútna útgáfan af henni stóð netverjum til boða að niðurhala á Vimeo, þá var hún birt á Snapchat-reikningi aðalleikkonu myndarinnar Andreu Russett. Söguþráður myndarinnar kannast eflaust flestir aðdáendur hryllingsmynda við, hópur unglinga ákveður að kanna uppruna draugasögu úti í miðjum skógi. Allt er þetta tekið upp á iPhone-síma með tilheyrandi hristingi og reynt að gefa sögunni þannig raunverulegan blæ.Eins og Vulture bendir á er þetta form ekki nýtt og margar myndir litið dagsins ljós í svokölluðu „found footage“-formi frá því The Blair Witch Project sló í gegn árið 1999. Það sem er hins vegar nýtt við þessa mynd, líkt og áður sagði, er að hún var frumsýnd á Snapchat-reikningi YouTube-stjörnunnar Andreu Russet. 2,5 milljónir fylgja henni á YouTube og hundruð þúsunda á Snapchat. Áður en myndin var sett á Vimeo var búið að horfa á hana 100 milljón sinnum á Snapchat. Í umfjöllun Vulture kemur fram að Sickhouse er sannarlega eftirbátur Blair Witch Project en því er þó haldið fram að hún nái að fanga maníuna í kringum samfélagsmiðla á borð við Snapchat þar sem stöðugt er verið að fylgjast með öðrum. Hægt er að sjá brot úr myndinni hér fyrir neðan: SICKHOUSE -- The Made for Mobile Movie from Indigenous Media on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríska hryllingsmyndin Sickhouse er að fá töluverða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs en ekki vegna gæða heldur þeirrar staðreyndar að hún var tekin upp á Snapchat-formi. Myndin er alfarið tekin upp á iPhone-símum en áður en hún 68 mínútna útgáfan af henni stóð netverjum til boða að niðurhala á Vimeo, þá var hún birt á Snapchat-reikningi aðalleikkonu myndarinnar Andreu Russett. Söguþráður myndarinnar kannast eflaust flestir aðdáendur hryllingsmynda við, hópur unglinga ákveður að kanna uppruna draugasögu úti í miðjum skógi. Allt er þetta tekið upp á iPhone-síma með tilheyrandi hristingi og reynt að gefa sögunni þannig raunverulegan blæ.Eins og Vulture bendir á er þetta form ekki nýtt og margar myndir litið dagsins ljós í svokölluðu „found footage“-formi frá því The Blair Witch Project sló í gegn árið 1999. Það sem er hins vegar nýtt við þessa mynd, líkt og áður sagði, er að hún var frumsýnd á Snapchat-reikningi YouTube-stjörnunnar Andreu Russet. 2,5 milljónir fylgja henni á YouTube og hundruð þúsunda á Snapchat. Áður en myndin var sett á Vimeo var búið að horfa á hana 100 milljón sinnum á Snapchat. Í umfjöllun Vulture kemur fram að Sickhouse er sannarlega eftirbátur Blair Witch Project en því er þó haldið fram að hún nái að fanga maníuna í kringum samfélagsmiðla á borð við Snapchat þar sem stöðugt er verið að fylgjast með öðrum. Hægt er að sjá brot úr myndinni hér fyrir neðan: SICKHOUSE -- The Made for Mobile Movie from Indigenous Media on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira