Lars vann sextíu prósent leikjanna á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 08:30 Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldi. Vísir/Anton Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira