Katrín Hall ráðin til Gautaborgaróperunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2016 14:11 Katrín var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins á árunum 1996 til 2012. Vísir/GVA Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira