Ólympíufarinn Irina Sazonova: Var svo hrifin af Íslandi að ég vildi ekki fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:30 Irina Sazonova. Vísir/Ernir Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira