Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 12:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa starfað vel saman. vísir/getty „Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
„Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
„Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30