Fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni kom í Kanada | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 11:30 DeMar DeRozan sækir inn að körfunni í nótt. Vísir/Getty Toronto Raptors náði að svara og minnka muninn í 1-2 í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA með 99-84 sigri á Cleveland á heimavelli í nótt. Var þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Toronto vann leik í úrslitum Austurdeildarinnar. Stuðningsmenn Toronto voru ekki búnir að gefa upp alla von og létu vel í sér heyra í nótt þrátt fyrir að liðið hafi fengið stóran skell í fyrstu leikjunum sem fóru fram í Cleveland. Liðin skiptust á körfum framan af og var munurinn eftir fyrsta leikhluta ekki nema þrjú stig, Tornonto í vil en í öðrum leikhluta tókst heimamönnum að mynda gott forskot. Bismack Biyombo fór fyrir liðinu í vörninni og DeMar DeRozan sá um sóknarleik liðsins í nótt og tók Toronto þrettán stiga forskot inn í hálfleikinn. Var Biyombo með sextán fráköst og fjögur varin skot í hálfleik en hann lauk leik með 26 fráköst og 6 varin skot.Gestirnir frá Cleveland gerðu nokkur áhlaup í þriðja og fjórða leikhluta og náðu að minnka forskotið niður í fimm stig á ný. Þá settu leikmenn Toronto fótinn aftur á bensíngjöfina og náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Cleveland. Fór svo að leiknum lauk með fimmtán stiga sigri Toronto 99-84 en það þarf ekki að fara langt til að sjá hvað fór úrskeiðis hjá Cleveland í nótt. Tvær af þremur stjörnum liðsins, Kevin Love og Kyrie Irving, hittu aðeins úr 4/28 skota sinna í nótt og lék Love fyrir vikið ekkert í fjórða leikhluta. Leikur fjögur í þessu einvígi fer fram annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn Cleveland Cavaliers mæta til leiks eftir fyrsta tapleikinn í úrslitakeppninni í ár.Allt það helsta úr leiknum í kvöld: Biyombo átti magnaðan leik í vörninni: DeRozan bar sóknarleik Toronto á herðum sér: NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Toronto Raptors náði að svara og minnka muninn í 1-2 í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA með 99-84 sigri á Cleveland á heimavelli í nótt. Var þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Toronto vann leik í úrslitum Austurdeildarinnar. Stuðningsmenn Toronto voru ekki búnir að gefa upp alla von og létu vel í sér heyra í nótt þrátt fyrir að liðið hafi fengið stóran skell í fyrstu leikjunum sem fóru fram í Cleveland. Liðin skiptust á körfum framan af og var munurinn eftir fyrsta leikhluta ekki nema þrjú stig, Tornonto í vil en í öðrum leikhluta tókst heimamönnum að mynda gott forskot. Bismack Biyombo fór fyrir liðinu í vörninni og DeMar DeRozan sá um sóknarleik liðsins í nótt og tók Toronto þrettán stiga forskot inn í hálfleikinn. Var Biyombo með sextán fráköst og fjögur varin skot í hálfleik en hann lauk leik með 26 fráköst og 6 varin skot.Gestirnir frá Cleveland gerðu nokkur áhlaup í þriðja og fjórða leikhluta og náðu að minnka forskotið niður í fimm stig á ný. Þá settu leikmenn Toronto fótinn aftur á bensíngjöfina og náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Cleveland. Fór svo að leiknum lauk með fimmtán stiga sigri Toronto 99-84 en það þarf ekki að fara langt til að sjá hvað fór úrskeiðis hjá Cleveland í nótt. Tvær af þremur stjörnum liðsins, Kevin Love og Kyrie Irving, hittu aðeins úr 4/28 skota sinna í nótt og lék Love fyrir vikið ekkert í fjórða leikhluta. Leikur fjögur í þessu einvígi fer fram annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn Cleveland Cavaliers mæta til leiks eftir fyrsta tapleikinn í úrslitakeppninni í ár.Allt það helsta úr leiknum í kvöld: Biyombo átti magnaðan leik í vörninni: DeRozan bar sóknarleik Toronto á herðum sér:
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira