Rosalegt eftirpartý eftir frumsýningu Síma látins manns - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2016 15:30 Benedikt Erlingsson og fleiri voru á staðnum. Myndir/Óli magg Leikritið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi og var verkið frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík. Charlotte Bøving leikstýrir gamanverkinu sem segir frá konu sem ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hefur hringt án afláts. Umfjöllunarefni verksins er einsemdin og þráin eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. Leikritið er bráðfyndið en með grafalvarlegum undirtóni í takt við umfjöllunarefni verksins sem eru nándin, siðferðiskenndin, líf og dauði. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem er sett upp á Íslandi. Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Verkið er fyrsta uppsetning leikhópsins Blink sem leikkonan María Dalberg stofnaði árið 2014. Fjórar sýningar verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er miðasala á Midi.is. Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og var síðan boðið í eftirpartý eftir sýninguna. Þar var mikið stuð eins og sjá má hér að ofan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikritið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi og var verkið frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík. Charlotte Bøving leikstýrir gamanverkinu sem segir frá konu sem ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hefur hringt án afláts. Umfjöllunarefni verksins er einsemdin og þráin eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. Leikritið er bráðfyndið en með grafalvarlegum undirtóni í takt við umfjöllunarefni verksins sem eru nándin, siðferðiskenndin, líf og dauði. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem er sett upp á Íslandi. Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Verkið er fyrsta uppsetning leikhópsins Blink sem leikkonan María Dalberg stofnaði árið 2014. Fjórar sýningar verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er miðasala á Midi.is. Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og var síðan boðið í eftirpartý eftir sýninguna. Þar var mikið stuð eins og sjá má hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira