Varð tvöfaldur meistari með Sverri í Njarðvík og fer nú aftur til hans í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 18:30 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, er hér lengst til hægri eftir að Njarðvík varð Íslandsmeistari 2012. Vísir/Daníel Kvennalið Hamars í Domino´s deildinni í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því besti leikmaður liðsins, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflavík. Karfan.is segir frá þessum stærstu félagsskiptum sumarsins til þessa í kvennaboltanum og birti einnig stutt viðtal við hina 25 ára gömlu og 185 sentímetra háu Salbjörgu Rögnu. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 8,5 stig, 8,2 fáköst og 2,4 varin skot í leik í Domino´s deildinni á síðasta tímabili en enginn leikmaður deildarinnar varði fleiri skot en hún. Salbjörg Ragna var efst í vörðum skotum bæði árin sín hjá Hamar en hún fór þangað eftir þriggja ára dvöl hjá Njarðvík. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir mun því spila aftur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar, núverandi þjálfara Keflavíkurliðsins, en þau urðu tvöfaldir meistarar saman með Njarðvík keppnistímabilið 2011-12. Það leynir sér ekki að hún vildi spila aftur fyrir Sverri. „Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég ákvað að fara til Keflavíkur. Ég hef áður spilað hjá Sverri og líkaði það mjög vel og mig langaði mikið til að spila aftur hjá honum, sem var aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að spila fyrir Keflavík. Það sem heillaði mig einnig var að það er mikið af flottum ungum stelpum í Keflavík sem hafa tekið miklum framförum og ég hlakka til að æfa og spila með," sagði Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í samtali við karfan.is. Salbjörg Ragna lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar þegar Ísland vann Ungverjaland í Laugardalshöllinni en hún fékk reyndar ekki að koma inná í leiknum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Kvennalið Hamars í Domino´s deildinni í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því besti leikmaður liðsins, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflavík. Karfan.is segir frá þessum stærstu félagsskiptum sumarsins til þessa í kvennaboltanum og birti einnig stutt viðtal við hina 25 ára gömlu og 185 sentímetra háu Salbjörgu Rögnu. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 8,5 stig, 8,2 fáköst og 2,4 varin skot í leik í Domino´s deildinni á síðasta tímabili en enginn leikmaður deildarinnar varði fleiri skot en hún. Salbjörg Ragna var efst í vörðum skotum bæði árin sín hjá Hamar en hún fór þangað eftir þriggja ára dvöl hjá Njarðvík. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir mun því spila aftur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar, núverandi þjálfara Keflavíkurliðsins, en þau urðu tvöfaldir meistarar saman með Njarðvík keppnistímabilið 2011-12. Það leynir sér ekki að hún vildi spila aftur fyrir Sverri. „Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég ákvað að fara til Keflavíkur. Ég hef áður spilað hjá Sverri og líkaði það mjög vel og mig langaði mikið til að spila aftur hjá honum, sem var aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að spila fyrir Keflavík. Það sem heillaði mig einnig var að það er mikið af flottum ungum stelpum í Keflavík sem hafa tekið miklum framförum og ég hlakka til að æfa og spila með," sagði Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í samtali við karfan.is. Salbjörg Ragna lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar þegar Ísland vann Ungverjaland í Laugardalshöllinni en hún fékk reyndar ekki að koma inná í leiknum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins