Ofurskálin snýr aftur til Los Angeles Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:45 Denver Broncos er ríkjandi meistari í NFL-deildinni. vísir/getty Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær. NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Sjá meira
Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær.
NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Sjá meira