NBA: LeBron sá fyrsti í fimmtíu ár sem fer í lokaúrslitin sex ár í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 03:25 LeBron James fagnar þvi að vera kominn í lokaúrslitin sjötta árið í röð. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira