NBA: Framlengt í báðum leikjunum og Curry snéri aftur með tilþrifum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 07:00 Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira