Metið sem Koeman er að missa til Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 21:45 Lionel Messi býr sig undir að taka aukaspyrnu. Vísir/Getty Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45
Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15
Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30