NBA: Golden State komið áfram í úrslit Vesturdeildarinnar | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira