David Bowie átti að fara með hlutverk í nýju Twin Peaks þáttunum Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 12:23 Til stóð að Bowie sneri aftur sem alríkislögreglumaðurinn Phillip Jeffries. Vísir/Getty Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci. Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci.
Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38
MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30