Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 11:30 Davíð var hress í Brennslunni. vísir „Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira