Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2016 16:28 Landsbankinn taldi Borgun ekki jafn vermætt árið 2014 og það er talið í dag. Vísir/ERNIR Ekki kom til álita að gera fyrirvara um aukagreiðslur reyndist Borgun verðmætari en Landsbankinn gerði ráð fyrir þegar hann seldi 31,2 prósent hlut í fyrirtækinu í nóvember 2014 til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Bankasýslu ríkisins. „Það kom ekki til álita af hálfu Landsbankans að tengja söluverðið við niðurstöður í rekstri félagsins í framtíð, en að mati bankans hefði slíkt fyrirkomulag væntanlega bæði falið í sér kröfu kaupenda um endurgreiðslu á hluta söluverðs ef rekstraráætlanir myndu ekki ganga eftir á sama hátt og að aukagreiðsla myndi koma til ef rekstarniðurstaða yrði umfram áætlanir.“ Landsbankinn taldi töluverða hættu á að rekstrarmarkmið stjórnenda um vöxt myndi ekki nást. Bent var á samdrátt í erlendum tekjum Valitor því til stuðnings. Verðmat Landsbankans byggði engu síður á að byggði á töluverðum vexti Borgunar, í samræmi við áætlanir stjórnenda fyrirtækisins. Þá hafi bankanum ekki verið kunnugt um annað verðmat áður en fyrirtækið hafi verið selt.Landsbankinn taldi hættu á að áætlanir stjórnenda Borgunar um vöxt erlendis myndu ekki ganga eftir og benti því til stuðnings á glæru frá aðalfundi Valitor sem sýndi að tekjur þeirra hefðu dregist saman erlendis.landsbankinnLandsbankinn taldi hlut sinn í Borgun 1,7 til 2,4 milljarða virðiSamkvæmt sviðsmyndum sem Landsbankinn lagði upp með fyrir söluna um framtíðarvöxt Borgunar taldi bankinn hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. Niðurstaðan var að selja hlutinn á 2,2 milljarða króna. Samkvæmt verðmati sem Morgunblaðið greindi frá í febrúar er hluturinn metinn á um 8 milljarða króna. Þá seldu stjórnendur Borgunar hlut í fyrirtækinu sumarið 2015 miðað við að 30,12 prósent hlutur í Borgun væri 3,4 milljarða króna virði. Í nóvember á síðasta ári var svo upplýst um að Visa International myndi kaupa Visa Europe og íslensk kortafyrirtæki fengju milljarðagreiðslur fyrir. Bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa International á Visa Europe var 5,4 hjá Borgun á síðasta ári. Landsbankinn hefur sagt að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á greiðslum vegna valréttar Visa International. Þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar 1,5 milljarði króna. Borgun hefur greitt 3 milljarða í arð síðan Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu og því hafa 932 milljónir króna fallið í hlut hópsins sem keypti hlut Landsbankans.Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og aðrir stjórnendur Borgunar seldu hlut í Borgun síðasta sumar á 57 prósenta hærra verði en þeir höfðu keyptu af Landsbankanum í nóvember 2014.Fyrsta sviðsmynd Landsbankans byggði á rekstraráætlun Borgunar sem gerði ráð fyrir að hagnaður myndi aukast ár frá ári og næmi 1.800 milljónum árið 2018 eða um 10 prósent vexti á ári. Þá var gert ráð fyrir drjúgum arðgreiðslum en engu síður myndi eiginfjárstaða fyrirtækisins myndi hækka úr 16% í 20% prósent. Miðað við það væri ávöxtunarkrafa eigin fjár 20% og viðri eignarhlutar bankans 2,1 milljarður króna. Önnur sviðsmyndin byggði á hægara vexti erlendis hjá Borgun, aðeins 3% vöxtur yrði milli ára og krafan á eigin fé væri 15%. Miðað við það væri hlutur Landsbankans í Borgun 1,7 milljarða virði. Þriðja sviðsmyndin byggði á því að rekstraráætlun stjórnenda Borgunar gengi eftir en ekki væri gert fyrir hækkun eigin fjárhlutfalls líkt og í sviðsmynd eitt og því væri hærri arður greiddur út. Miðað við þær forsendur var hlutur Landsbankans í Borgun metin á 2,4 milljarða króna.Svar Landsbankans má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. Borgunarmálið Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Ekki kom til álita að gera fyrirvara um aukagreiðslur reyndist Borgun verðmætari en Landsbankinn gerði ráð fyrir þegar hann seldi 31,2 prósent hlut í fyrirtækinu í nóvember 2014 til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Bankasýslu ríkisins. „Það kom ekki til álita af hálfu Landsbankans að tengja söluverðið við niðurstöður í rekstri félagsins í framtíð, en að mati bankans hefði slíkt fyrirkomulag væntanlega bæði falið í sér kröfu kaupenda um endurgreiðslu á hluta söluverðs ef rekstraráætlanir myndu ekki ganga eftir á sama hátt og að aukagreiðsla myndi koma til ef rekstarniðurstaða yrði umfram áætlanir.“ Landsbankinn taldi töluverða hættu á að rekstrarmarkmið stjórnenda um vöxt myndi ekki nást. Bent var á samdrátt í erlendum tekjum Valitor því til stuðnings. Verðmat Landsbankans byggði engu síður á að byggði á töluverðum vexti Borgunar, í samræmi við áætlanir stjórnenda fyrirtækisins. Þá hafi bankanum ekki verið kunnugt um annað verðmat áður en fyrirtækið hafi verið selt.Landsbankinn taldi hættu á að áætlanir stjórnenda Borgunar um vöxt erlendis myndu ekki ganga eftir og benti því til stuðnings á glæru frá aðalfundi Valitor sem sýndi að tekjur þeirra hefðu dregist saman erlendis.landsbankinnLandsbankinn taldi hlut sinn í Borgun 1,7 til 2,4 milljarða virðiSamkvæmt sviðsmyndum sem Landsbankinn lagði upp með fyrir söluna um framtíðarvöxt Borgunar taldi bankinn hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. Niðurstaðan var að selja hlutinn á 2,2 milljarða króna. Samkvæmt verðmati sem Morgunblaðið greindi frá í febrúar er hluturinn metinn á um 8 milljarða króna. Þá seldu stjórnendur Borgunar hlut í fyrirtækinu sumarið 2015 miðað við að 30,12 prósent hlutur í Borgun væri 3,4 milljarða króna virði. Í nóvember á síðasta ári var svo upplýst um að Visa International myndi kaupa Visa Europe og íslensk kortafyrirtæki fengju milljarðagreiðslur fyrir. Bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa International á Visa Europe var 5,4 hjá Borgun á síðasta ári. Landsbankinn hefur sagt að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á greiðslum vegna valréttar Visa International. Þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar 1,5 milljarði króna. Borgun hefur greitt 3 milljarða í arð síðan Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu og því hafa 932 milljónir króna fallið í hlut hópsins sem keypti hlut Landsbankans.Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og aðrir stjórnendur Borgunar seldu hlut í Borgun síðasta sumar á 57 prósenta hærra verði en þeir höfðu keyptu af Landsbankanum í nóvember 2014.Fyrsta sviðsmynd Landsbankans byggði á rekstraráætlun Borgunar sem gerði ráð fyrir að hagnaður myndi aukast ár frá ári og næmi 1.800 milljónum árið 2018 eða um 10 prósent vexti á ári. Þá var gert ráð fyrir drjúgum arðgreiðslum en engu síður myndi eiginfjárstaða fyrirtækisins myndi hækka úr 16% í 20% prósent. Miðað við það væri ávöxtunarkrafa eigin fjár 20% og viðri eignarhlutar bankans 2,1 milljarður króna. Önnur sviðsmyndin byggði á hægara vexti erlendis hjá Borgun, aðeins 3% vöxtur yrði milli ára og krafan á eigin fé væri 15%. Miðað við það væri hlutur Landsbankans í Borgun 1,7 milljarða virði. Þriðja sviðsmyndin byggði á því að rekstraráætlun stjórnenda Borgunar gengi eftir en ekki væri gert fyrir hækkun eigin fjárhlutfalls líkt og í sviðsmynd eitt og því væri hærri arður greiddur út. Miðað við þær forsendur var hlutur Landsbankans í Borgun metin á 2,4 milljarða króna.Svar Landsbankans má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
Borgunarmálið Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira