Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 31-34 | Mosfellingar tóku fyrsta leikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. maí 2016 17:45 Afturelding lagði Hauka 34-31 á útivelli í dag í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla. Afturelding var 20-19 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Afturelding náði frumkvæðinu seinni hluta hálfleiksins og lét það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það var gríðarleg spenna í leiknum og var það ekki fyrr en á síðustu mínútunni að Afturelding skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði þriggja marka sigur. Eins og hálfleikstölurnar gefa til kynna var fátt um varnir í fyrri hálfleik. Þjálfarar beggja liða höfðu kortlagt varnirnar sem fyrir einvígið þóttu sterkustu vopn liðanna. Liðin áttu ekki eins auðvelt með að skora í seinni hálfleik og fóru Haukar sérstaklega illa með fjölda dauðafæri í hálfleiknum þegar liðið átti möguleika á því að jafna leikinn. Haukar jöfnuðu aldrei í seinni hálfleik og sigur gestanna verðskuldaður. Afturelding náði góðri baráttu í vörnina í seinni háflleik og heilt yfir var sóknarleikurinn góður. Meiri breidd er í liði Aftureldingar og fengu lykilmenn hvíld sem gæti hjálpað liðinu upp á framhaldið. Mikk Pinnonen fór á kostum í sókninni auk þess sem liðið fékk mörk úr öllum stöðum á vellinum. Lykilmenn Hauka spiluðu nánast allan leikinn og gæti það tekið sinn toll verði einvígið langt en ljóst er að það verði minnst fjórir leikið ætli Haukar að verja titilinn. Adam Haukur Baumruk fór á kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik og Janus Daði Smárason dró vagninn í seinni hálfleik en miklu munaði um slaka markvörslu í marki Hauka. Liðin mætast í öðrum leiknum í Mosfellsbæ á miðvikudaginn klukkan 19.30. Jóhann Gunnar: Nú er allt annað einvígiJóhann Gunnar Einarsson átti að vanda góðan leik fyrir Aftureldingu. Hann er lykilmaður í góðri sókn liðsins sem hefur orðið betri og betri sem liðið hefur á tímabilið. „Við unnum fína heimavinnu með sóknina en eins og einhver orðaði það í leik á móti Val um daginn, að við hefðum spilað yfir getu sóknarlega. Við vorum eiginlega á sama pari þar,“ sagði Jóhann Gunnar um góða sókn liðsins. „Við erum held ég orðnir mjög stöðugir og flottir sóknarlega. Við höldum okkar plani og pinnamaturinn (Mikk Pinnonen) gefur okkur mikla vídd og tekur sóknarleikinn á annan stall eftir áramót og við erum búnir að byggja á því.“ Varnarlega var Jóhann ekki eins ánægður með leikinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég held að fá lið geti verið ánægð með sig varnarlega á móti Haukum á tímabilinu. Þeir eru flottir og stöðugir í sókninni en við hefðum ekki átt að hleypa svona mörgum mörkum inn. „Við þurfum að skoða það fyrir næstu rimmu. Við vorum að fá á okkur mörk alls staðar. Við þurfum að takmarka það einhvers staðar,“ sagði Jóhann Gunnar. Liðin mættust einnig í úrslitum á síðustu leiktíð og þá unnu Haukar 3-0 sigur og því var það sálrænt sterkt fyrir Aftureldingu að vinna fyrsta leikinn. „Það var gott að ná þessum sigri. Annars hefðu allir byrjað að tala um hvort það yrði annað sóp ef við hefðum tapað þessu. Nú er allt annað einvígi.“ Gunnar: Afturelding var betri í dagGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ekki ánægður með tapið í fyrsta leiknum gegn Aftureldingu og þá ekki síst slaka vörn liðsins í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var alls ekki nógu góður í fyrri háflleik. Við vorum ekki að klukka þá,“ sagði Gunnar. „Þeir komust alltaf í opin færi og markvarslan var allan leikinn ekki nógu góð. Við þurfum betri markvörslu en þetta til að leggja jafn sterkt lið og Aftureldingu.“ Haukar léku betri vörn í seinni hálfleik en þá brást sóknin þegar liðið átti möguleika á að jafna leikinn. „Mér fannst vörnin koma upp í seinni hálfleik en þá misstum við agann sóknarlega og fórum að taka erfið færi. Að sama skapi nýttum við hraðaupphlaup, víti og annað ekki nógu vel. „Við gáfum færi á okkur sóknarlega með agaleysi. Það hefur verið okkar einkenni að halda aga allan tímann,“ sagði Gunnar er en þar kann að hafa munað um Tjörva Þorgeirsson sem leikur ekki með Haukum í úrslitaeinvíginu vegna meiðsla. „Heilt yfir var Afturelding betri í dag og við þurfum að vera með betri vörn og markvörslu til að leggja þá að velli. „Það er bara einn leikur búinn og við þurfum að bæta okkur á milli leikja. Við þurfum að fara vel yfir þetta og laga. Við höfum áður farið á erfiða útivelli og unnið þar. Við unnum tvisvar í Vestamannaeyjum. „Þetta verður erfitt í Mosó en við erum hvergi hættir og komum sterkari til baka,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirPétur Júníusson skorar hér í leiknum í dag. Myndir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Afturelding lagði Hauka 34-31 á útivelli í dag í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla. Afturelding var 20-19 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Afturelding náði frumkvæðinu seinni hluta hálfleiksins og lét það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það var gríðarleg spenna í leiknum og var það ekki fyrr en á síðustu mínútunni að Afturelding skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði þriggja marka sigur. Eins og hálfleikstölurnar gefa til kynna var fátt um varnir í fyrri hálfleik. Þjálfarar beggja liða höfðu kortlagt varnirnar sem fyrir einvígið þóttu sterkustu vopn liðanna. Liðin áttu ekki eins auðvelt með að skora í seinni hálfleik og fóru Haukar sérstaklega illa með fjölda dauðafæri í hálfleiknum þegar liðið átti möguleika á því að jafna leikinn. Haukar jöfnuðu aldrei í seinni hálfleik og sigur gestanna verðskuldaður. Afturelding náði góðri baráttu í vörnina í seinni háflleik og heilt yfir var sóknarleikurinn góður. Meiri breidd er í liði Aftureldingar og fengu lykilmenn hvíld sem gæti hjálpað liðinu upp á framhaldið. Mikk Pinnonen fór á kostum í sókninni auk þess sem liðið fékk mörk úr öllum stöðum á vellinum. Lykilmenn Hauka spiluðu nánast allan leikinn og gæti það tekið sinn toll verði einvígið langt en ljóst er að það verði minnst fjórir leikið ætli Haukar að verja titilinn. Adam Haukur Baumruk fór á kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik og Janus Daði Smárason dró vagninn í seinni hálfleik en miklu munaði um slaka markvörslu í marki Hauka. Liðin mætast í öðrum leiknum í Mosfellsbæ á miðvikudaginn klukkan 19.30. Jóhann Gunnar: Nú er allt annað einvígiJóhann Gunnar Einarsson átti að vanda góðan leik fyrir Aftureldingu. Hann er lykilmaður í góðri sókn liðsins sem hefur orðið betri og betri sem liðið hefur á tímabilið. „Við unnum fína heimavinnu með sóknina en eins og einhver orðaði það í leik á móti Val um daginn, að við hefðum spilað yfir getu sóknarlega. Við vorum eiginlega á sama pari þar,“ sagði Jóhann Gunnar um góða sókn liðsins. „Við erum held ég orðnir mjög stöðugir og flottir sóknarlega. Við höldum okkar plani og pinnamaturinn (Mikk Pinnonen) gefur okkur mikla vídd og tekur sóknarleikinn á annan stall eftir áramót og við erum búnir að byggja á því.“ Varnarlega var Jóhann ekki eins ánægður með leikinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég held að fá lið geti verið ánægð með sig varnarlega á móti Haukum á tímabilinu. Þeir eru flottir og stöðugir í sókninni en við hefðum ekki átt að hleypa svona mörgum mörkum inn. „Við þurfum að skoða það fyrir næstu rimmu. Við vorum að fá á okkur mörk alls staðar. Við þurfum að takmarka það einhvers staðar,“ sagði Jóhann Gunnar. Liðin mættust einnig í úrslitum á síðustu leiktíð og þá unnu Haukar 3-0 sigur og því var það sálrænt sterkt fyrir Aftureldingu að vinna fyrsta leikinn. „Það var gott að ná þessum sigri. Annars hefðu allir byrjað að tala um hvort það yrði annað sóp ef við hefðum tapað þessu. Nú er allt annað einvígi.“ Gunnar: Afturelding var betri í dagGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ekki ánægður með tapið í fyrsta leiknum gegn Aftureldingu og þá ekki síst slaka vörn liðsins í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var alls ekki nógu góður í fyrri háflleik. Við vorum ekki að klukka þá,“ sagði Gunnar. „Þeir komust alltaf í opin færi og markvarslan var allan leikinn ekki nógu góð. Við þurfum betri markvörslu en þetta til að leggja jafn sterkt lið og Aftureldingu.“ Haukar léku betri vörn í seinni hálfleik en þá brást sóknin þegar liðið átti möguleika á að jafna leikinn. „Mér fannst vörnin koma upp í seinni hálfleik en þá misstum við agann sóknarlega og fórum að taka erfið færi. Að sama skapi nýttum við hraðaupphlaup, víti og annað ekki nógu vel. „Við gáfum færi á okkur sóknarlega með agaleysi. Það hefur verið okkar einkenni að halda aga allan tímann,“ sagði Gunnar er en þar kann að hafa munað um Tjörva Þorgeirsson sem leikur ekki með Haukum í úrslitaeinvíginu vegna meiðsla. „Heilt yfir var Afturelding betri í dag og við þurfum að vera með betri vörn og markvörslu til að leggja þá að velli. „Það er bara einn leikur búinn og við þurfum að bæta okkur á milli leikja. Við þurfum að fara vel yfir þetta og laga. Við höfum áður farið á erfiða útivelli og unnið þar. Við unnum tvisvar í Vestamannaeyjum. „Þetta verður erfitt í Mosó en við erum hvergi hættir og komum sterkari til baka,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirPétur Júníusson skorar hér í leiknum í dag. Myndir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn