Listafréttir Berglind Pétursdóttir skrifar 9. maí 2016 07:00 Ég reyni eftir fremsta megni að haga mér eins og ég sé fullorðin og einn liður í þeirri hegðun er fréttaáhorf. Það er fátt fullorðinslegra en að horfa á fréttir. Það besta við fréttir er að þulurinn fer stundum að hlæja eða mismælir sig, það gerist reyndar sjaldan en það er ein aðalástæðan fyrir því að fólk horfir á fréttir almennt. Það versta við fréttir er að það koma alltaf íþróttafréttir í lokin. Áhugi minn á íþróttum hefur alltaf verið mjög takmarkaður. Ég er alin upp af listamanni og antisportista og sem barn fór ég á myndlistarnámskeð á sumrin á meðan hinir fóru á sundnámskeið. Ég man samt eftir að hafa suðað um að fá að fara í handbolta. Ég var engu að síður sett í ballett. Ég átti semsagt aldrei séns og þið verðið að taka það með í reikninginn. Ég er alls ekki að segja að íþróttir séu slæmar. Ég fíla að stunda íþróttir og íþróttafólk er frábærar fyrirmyndir. Íþróttadeildir sjónvarpsstöðvanna sýna mjög fjölbreyttar fréttir af viðburðum sem ég hef því miður engan áhuga á, en ég veit þar af leiðandi hvað fullt af íþróttamönnum heitir, sem er flott. Það er gott að ég veit hvað þetta fólk heitir og hvað það er að hamast, þá get ég nefnilega haldið uppi samræðum við kærastann minn. En væri ekki gaman ef fleiri vissu hver Kogga keramik og Doddi dansari væru líka? Það væri kannski ekki vitlaust að hafa líka lista- og menningarfréttir í lok fréttatímanna og sýna beint frá opnunum á geggjuðum handverkssýningum. Það eru nefnilega líka ógeðslega margir sem hafa áhuga á list og menningu, og þar er fullt af fyrirmyndum sem mættu gjarnan sjást í sjónvarpinu daglega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun
Ég reyni eftir fremsta megni að haga mér eins og ég sé fullorðin og einn liður í þeirri hegðun er fréttaáhorf. Það er fátt fullorðinslegra en að horfa á fréttir. Það besta við fréttir er að þulurinn fer stundum að hlæja eða mismælir sig, það gerist reyndar sjaldan en það er ein aðalástæðan fyrir því að fólk horfir á fréttir almennt. Það versta við fréttir er að það koma alltaf íþróttafréttir í lokin. Áhugi minn á íþróttum hefur alltaf verið mjög takmarkaður. Ég er alin upp af listamanni og antisportista og sem barn fór ég á myndlistarnámskeð á sumrin á meðan hinir fóru á sundnámskeið. Ég man samt eftir að hafa suðað um að fá að fara í handbolta. Ég var engu að síður sett í ballett. Ég átti semsagt aldrei séns og þið verðið að taka það með í reikninginn. Ég er alls ekki að segja að íþróttir séu slæmar. Ég fíla að stunda íþróttir og íþróttafólk er frábærar fyrirmyndir. Íþróttadeildir sjónvarpsstöðvanna sýna mjög fjölbreyttar fréttir af viðburðum sem ég hef því miður engan áhuga á, en ég veit þar af leiðandi hvað fullt af íþróttamönnum heitir, sem er flott. Það er gott að ég veit hvað þetta fólk heitir og hvað það er að hamast, þá get ég nefnilega haldið uppi samræðum við kærastann minn. En væri ekki gaman ef fleiri vissu hver Kogga keramik og Doddi dansari væru líka? Það væri kannski ekki vitlaust að hafa líka lista- og menningarfréttir í lok fréttatímanna og sýna beint frá opnunum á geggjuðum handverkssýningum. Það eru nefnilega líka ógeðslega margir sem hafa áhuga á list og menningu, og þar er fullt af fyrirmyndum sem mættu gjarnan sjást í sjónvarpinu daglega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun