Eldhraun skilar litlu vatni út í veiðiárnar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2016 22:15 Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri. Hlaup í Skaftá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira