Óskar Bjarni: Jafnmikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. apríl 2016 19:37 Óskar Bjarni sykurhúðaði hlutina ekkert eftir leikinn í Mosfellsbænum. vísir/pjetur „Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
„Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita