Sjómenn sjá til lands í viðræðum við útgerð Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þá hefur greint á við útgerðarmenn um hluti á borð við mönnun og þátttöku í kostnaði við útgerðina. vísir/jse „Við erum að vonast til þess að geta lokið þessu í næstu viku, annað hvort af eða á,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kjaraviðræður sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ). „Vonandi tekst að klára þetta,“ segir Valmundur og tekur undir að slæmar fréttir yrðu ef niðurstaðan í viðræðunum yrði af en ekki á. „En við erum náttúrlega fullir bjartsýni og vonumst til þess að klára málið með samningi líkt og virðist í pípunum, en svo náttúrlega veit maður aldrei hvað verður.“ Valmundur segir að fundað hafi verið bæði formlega og óformlega hjá ríkissáttasemjara, þar af tveir óformlegir fundir í byrjun þessarar viku. „Þannig að það er gangur í þessu,“ segir hann. Enn sé þó ekki búið að negla niður tíma fyrir formlegan fund hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa enda og eftir það verður boðað til fundar,“ segir Valmundur. Einnig verði fundað eftir helgina með „stóru“ samninganefnd sjómanna. „Svona til þess að fara yfir hvað við erum að gera og fá leyfi til að skrifa undir.“ Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsNokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að forða aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um. Meðal ágreiningsefna sem ákveðið hefur verið að halda fyrir utan viðræðurnar nú eru krafa sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Við erum að vonast til þess að geta lokið þessu í næstu viku, annað hvort af eða á,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kjaraviðræður sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ). „Vonandi tekst að klára þetta,“ segir Valmundur og tekur undir að slæmar fréttir yrðu ef niðurstaðan í viðræðunum yrði af en ekki á. „En við erum náttúrlega fullir bjartsýni og vonumst til þess að klára málið með samningi líkt og virðist í pípunum, en svo náttúrlega veit maður aldrei hvað verður.“ Valmundur segir að fundað hafi verið bæði formlega og óformlega hjá ríkissáttasemjara, þar af tveir óformlegir fundir í byrjun þessarar viku. „Þannig að það er gangur í þessu,“ segir hann. Enn sé þó ekki búið að negla niður tíma fyrir formlegan fund hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa enda og eftir það verður boðað til fundar,“ segir Valmundur. Einnig verði fundað eftir helgina með „stóru“ samninganefnd sjómanna. „Svona til þess að fara yfir hvað við erum að gera og fá leyfi til að skrifa undir.“ Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsNokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að forða aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um. Meðal ágreiningsefna sem ákveðið hefur verið að halda fyrir utan viðræðurnar nú eru krafa sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira