Mig dreymir enn á íslensku eftir öll þessi ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 08:45 Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir sem leikur einleik með sveitinni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í Adúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svolítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að takast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kenndar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Manchester með kærasta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótturinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmundsdóttur. „Þegar ég spilaði einleikstónleika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægjulegt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sinfónía númer 40 í G-moll og forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós þar á dagskrá. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir sem leikur einleik með sveitinni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í Adúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svolítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að takast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kenndar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Manchester með kærasta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótturinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmundsdóttur. „Þegar ég spilaði einleikstónleika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægjulegt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sinfónía númer 40 í G-moll og forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós þar á dagskrá.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira