Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2016 20:47 Finnur Ingólfsson, Hrólfur Ölvisson og Helgi S. Magnússon. vísir/pjetur/aðsend/anton Nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Mennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa verið áhrifamenn í Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media sem sýnd var á RÚV í kvöld en áður hefur verið fjallað um málefni Finns á Vísi.Sjá einnig: Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair Úr efni skjalanna má lesa að félag Finns og Helga, sem skráð var í Panama, keypti hlut í Landsbankanum með fé sem fengið var að láni frá bankanum. Þau viðskipti áttu sér stað árið 2007. Í þættinum var einnig greint frá fjölda félaga í eigu Hrólfs Ölvissonar. Sá átti til að mynda sæti í bankaráði Búnaðarbankans um svipað leiti og bankinn var einkavæddur auk þess að hafa verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar á árunum 1998-2008. Þáttastjórnendur röktu hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningi þess efnis var meðal annars varpað upp í Kastljósi en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Hrólfur stóð einnig í viðskiptum í tengdum BM Vallá en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins, hefur ítrekað sagt að þar hafi lög verið brotin. Í svari við fyrirspurn Kastljóss sagði Hrólfur að hann hafi upplýst Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um viðskiptin. Málið hefur meðal annars verið gagnrýnt af þingmönnum flokksins. Úttektina í heild sinni má finna í Kastljósi kvöldsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59 Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Mennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa verið áhrifamenn í Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media sem sýnd var á RÚV í kvöld en áður hefur verið fjallað um málefni Finns á Vísi.Sjá einnig: Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair Úr efni skjalanna má lesa að félag Finns og Helga, sem skráð var í Panama, keypti hlut í Landsbankanum með fé sem fengið var að láni frá bankanum. Þau viðskipti áttu sér stað árið 2007. Í þættinum var einnig greint frá fjölda félaga í eigu Hrólfs Ölvissonar. Sá átti til að mynda sæti í bankaráði Búnaðarbankans um svipað leiti og bankinn var einkavæddur auk þess að hafa verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar á árunum 1998-2008. Þáttastjórnendur röktu hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningi þess efnis var meðal annars varpað upp í Kastljósi en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Hrólfur stóð einnig í viðskiptum í tengdum BM Vallá en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins, hefur ítrekað sagt að þar hafi lög verið brotin. Í svari við fyrirspurn Kastljóss sagði Hrólfur að hann hafi upplýst Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um viðskiptin. Málið hefur meðal annars verið gagnrýnt af þingmönnum flokksins. Úttektina í heild sinni má finna í Kastljósi kvöldsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59 Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59
Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29