Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 33-35 | Eyjamenn héldu lífi í tímabilinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í DB Schenker halle skrifar 29. apríl 2016 14:19 ÍBV lagði Hauka 35-33 í framlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. ÍBV minnkaði forystu Hauka í einvíginu í 2-1.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Staðan var 29-29 eftir venjulegan leiktíma og 32-32 í hálfleik framlengingarinnar en ÍBV var á undan að skora í framlengingunni og náði að nýta sér það í lokin. Haukar byrjuðu leikinn betur. Vörnin var ógnarsterk og lagði grunninn að þriggja til fjögurra marka forystu liðsins snemma í hálfleiknum. Það breyttist fljótt því ÍBV skoraði níu mörk á síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Munaði miklu um að leikmenn liðsins fóru að ná skotunum yfir vörn Hauka sem riðlaði vörninni auk þess sem ÍBV fékk mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Þrátt fyrir að vera manni færri skoraði ÍBV tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir 14-12. Haukar voru fljótir að vinna upp forystuna í byrjun seinni hálfleiks og í kjölfarið var jafnt á öllum tölum fyrir utan þegar Haukar náðu einu sinni tveggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks. Báðum liðum gekk vel að skora í seinni hálfleik og breyttist leikurinn frá því að vera barátta frábærra varna í 20 mínútur í baráttu öflugra sókna síðustu 40 mínútur venjulegs leiktíma. Bæði lið náðu þó stoppi í vörninni þegar allt var undir í lokin og því náði hvorugt liðið að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins. ÍBV lék framliggjandi vörn eins liðsins er von og vísa. Haukar réðu ágætlega við 5-1 vörnin en átti í miklum vandræðum þegar ÍBV breytti í 4-2. Í framlengingunni gerðu Haukar sig seka um óþolinmæði og nýtti ÍBV sér tapaða bolta Hauka og náði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir sem Haukar náðu ekki að vinna upp. Theodór Sigurbjörnsson og Einar Sverrisson voru magnaðir í sókn ÍBV og Grétar Eyþórsson nýtti færin sín einkar vel. Stephen Nielsen átti góða spretti í leiknum og þá ekki síst undir lokin. Hákon Daði Styrmisson var atkvæðamikill fyrir Hauka en hann nýtti vítin sín mjög vel í leiknum. Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason léku einnig vel líkt og Elías Már Halldórsson sem spilaði þó mun minna í leiknum. Liðin mætast í fjórða leiknum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn klukkan 3 og má reikna með troðfullu húsi þar og mikill stemningu. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Schenkerhöllina í kvöld og var frábær stemning og mikill hávaði þar sem bæði lið voru vel studd. Einar: Aldrei verið í betra formi Einar Sverrisson fór mikinn fyrir ÍBV í kvöld. Hann lyfti sér marg oft yfir vörn Hauka og dúndraði boltanum í markið auk þess sem hann steig upp í lokin með tveimur síðustu mörkum síns liðs. „Ég hefði átt að skjóta miklu meira. Að fara upp á flatan Jón Þorbjörn (Jóhannesson) og fleiri, það er veisla fyrir mig,“ sagði Einar um framgöngu sína í leiknum. „Þetta er hæð og stökkkraftur. Ég er hávaxinn og stekk ágætlega hátt. Ég næ að svífa aðeins lengur en þeir. Þeir eru fljótari niður.“ Haukar unnu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum hér á Ásvöllum en þurftu tvær framlengingar til að vinna í Eyjum og svo þurfti ÍBV eina framlengingu til að landa sigri í kvöld. „Þetta eru tvö klassa lið. Haukar eru með bestu vörn landsins eins og taflan í vetur sýndi. Með afgerandi forystu í fyrsta sætinu. „Þetta er topplið sem við erum að mæta en ÍBV liðið hefur sennilega aldrei verið í betra formi en núna á leiktíðinni. Ég held að við séum að toppa á réttum tíma,“ sagði Einar. Eyjamenn hafa engan áhuga á að tapa öðrum leik í Vestmannaeyjum og ætla að tryggja sér oddaleik hér í Schenkerhöllinni í næstu viku. „Þetta var algjört slys að tapa fyrir þeim í Eyjum. Við áttum að vera búnir að klára það í venjulegum leiktíma. Við klúðruðum því niður. „Það verður biluð stemning, þetta sinnum fjórir, fimm. Ég hvet alla til að mæta,“ sagði Einar að lokum. Janus: Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi Janus Daði Smárason var að vonum svekktur með að Haukar þurfi að fara aftur til Vestmannaeyja eftir að liðinu mistókst að tryggja sæti í úrslitum í kvöld. „Það er hundfúlt en það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Það er niðurstaðan. Við þurfum að einbeita okkur fyrir næsta leik,“ sagði Janus Daði. „Við förum ekki nógu langt út í þá og um leið og við gleymum okkur eru þeir búnir að skjóta yfir okkur. „Ef maður lítur á heildarmyndina þá finnst mér agalega sárt að við höfum ekki verið yfir í hálfleik,“ sagði Janus. ÍBV skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleik manni færri og voru tveimur mörkum yfir en Haukar voru 9-5 yfir þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „Við erum algjörir aular. Gefum þeim hraðaupphlaup. Við áttum að fara með fjögurra, fimm marka forskot í hálfleik. „Í framlengingunni erum við klaufar og ekki nógu klókir. Við fáum á okkur tvo ruðninga og ég held ég taki eina sókn í einhverri óþolinmæði af því að ég var ekki búinn að fá boltann tvær sóknir í röð og kasta honum frá mér framhjá. „Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi. Við ætlum núna til Vestmannaeyja og stefnum á að vinna hann,“ sagði Janus Daði.Einar Sverrisson.Vísir/ErnirTheodór Sigurbjörnsson var öflugur með ÍBV í kvöld. Vísir/ErnirJanus Daði.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
ÍBV lagði Hauka 35-33 í framlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. ÍBV minnkaði forystu Hauka í einvíginu í 2-1.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Staðan var 29-29 eftir venjulegan leiktíma og 32-32 í hálfleik framlengingarinnar en ÍBV var á undan að skora í framlengingunni og náði að nýta sér það í lokin. Haukar byrjuðu leikinn betur. Vörnin var ógnarsterk og lagði grunninn að þriggja til fjögurra marka forystu liðsins snemma í hálfleiknum. Það breyttist fljótt því ÍBV skoraði níu mörk á síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Munaði miklu um að leikmenn liðsins fóru að ná skotunum yfir vörn Hauka sem riðlaði vörninni auk þess sem ÍBV fékk mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Þrátt fyrir að vera manni færri skoraði ÍBV tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir 14-12. Haukar voru fljótir að vinna upp forystuna í byrjun seinni hálfleiks og í kjölfarið var jafnt á öllum tölum fyrir utan þegar Haukar náðu einu sinni tveggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks. Báðum liðum gekk vel að skora í seinni hálfleik og breyttist leikurinn frá því að vera barátta frábærra varna í 20 mínútur í baráttu öflugra sókna síðustu 40 mínútur venjulegs leiktíma. Bæði lið náðu þó stoppi í vörninni þegar allt var undir í lokin og því náði hvorugt liðið að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins. ÍBV lék framliggjandi vörn eins liðsins er von og vísa. Haukar réðu ágætlega við 5-1 vörnin en átti í miklum vandræðum þegar ÍBV breytti í 4-2. Í framlengingunni gerðu Haukar sig seka um óþolinmæði og nýtti ÍBV sér tapaða bolta Hauka og náði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir sem Haukar náðu ekki að vinna upp. Theodór Sigurbjörnsson og Einar Sverrisson voru magnaðir í sókn ÍBV og Grétar Eyþórsson nýtti færin sín einkar vel. Stephen Nielsen átti góða spretti í leiknum og þá ekki síst undir lokin. Hákon Daði Styrmisson var atkvæðamikill fyrir Hauka en hann nýtti vítin sín mjög vel í leiknum. Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason léku einnig vel líkt og Elías Már Halldórsson sem spilaði þó mun minna í leiknum. Liðin mætast í fjórða leiknum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn klukkan 3 og má reikna með troðfullu húsi þar og mikill stemningu. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Schenkerhöllina í kvöld og var frábær stemning og mikill hávaði þar sem bæði lið voru vel studd. Einar: Aldrei verið í betra formi Einar Sverrisson fór mikinn fyrir ÍBV í kvöld. Hann lyfti sér marg oft yfir vörn Hauka og dúndraði boltanum í markið auk þess sem hann steig upp í lokin með tveimur síðustu mörkum síns liðs. „Ég hefði átt að skjóta miklu meira. Að fara upp á flatan Jón Þorbjörn (Jóhannesson) og fleiri, það er veisla fyrir mig,“ sagði Einar um framgöngu sína í leiknum. „Þetta er hæð og stökkkraftur. Ég er hávaxinn og stekk ágætlega hátt. Ég næ að svífa aðeins lengur en þeir. Þeir eru fljótari niður.“ Haukar unnu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum hér á Ásvöllum en þurftu tvær framlengingar til að vinna í Eyjum og svo þurfti ÍBV eina framlengingu til að landa sigri í kvöld. „Þetta eru tvö klassa lið. Haukar eru með bestu vörn landsins eins og taflan í vetur sýndi. Með afgerandi forystu í fyrsta sætinu. „Þetta er topplið sem við erum að mæta en ÍBV liðið hefur sennilega aldrei verið í betra formi en núna á leiktíðinni. Ég held að við séum að toppa á réttum tíma,“ sagði Einar. Eyjamenn hafa engan áhuga á að tapa öðrum leik í Vestmannaeyjum og ætla að tryggja sér oddaleik hér í Schenkerhöllinni í næstu viku. „Þetta var algjört slys að tapa fyrir þeim í Eyjum. Við áttum að vera búnir að klára það í venjulegum leiktíma. Við klúðruðum því niður. „Það verður biluð stemning, þetta sinnum fjórir, fimm. Ég hvet alla til að mæta,“ sagði Einar að lokum. Janus: Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi Janus Daði Smárason var að vonum svekktur með að Haukar þurfi að fara aftur til Vestmannaeyja eftir að liðinu mistókst að tryggja sæti í úrslitum í kvöld. „Það er hundfúlt en það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Það er niðurstaðan. Við þurfum að einbeita okkur fyrir næsta leik,“ sagði Janus Daði. „Við förum ekki nógu langt út í þá og um leið og við gleymum okkur eru þeir búnir að skjóta yfir okkur. „Ef maður lítur á heildarmyndina þá finnst mér agalega sárt að við höfum ekki verið yfir í hálfleik,“ sagði Janus. ÍBV skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleik manni færri og voru tveimur mörkum yfir en Haukar voru 9-5 yfir þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „Við erum algjörir aular. Gefum þeim hraðaupphlaup. Við áttum að fara með fjögurra, fimm marka forskot í hálfleik. „Í framlengingunni erum við klaufar og ekki nógu klókir. Við fáum á okkur tvo ruðninga og ég held ég taki eina sókn í einhverri óþolinmæði af því að ég var ekki búinn að fá boltann tvær sóknir í röð og kasta honum frá mér framhjá. „Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi. Við ætlum núna til Vestmannaeyja og stefnum á að vinna hann,“ sagði Janus Daði.Einar Sverrisson.Vísir/ErnirTheodór Sigurbjörnsson var öflugur með ÍBV í kvöld. Vísir/ErnirJanus Daði.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita