Meðlimir Of Monsters and Men eitursvalir á heimsfrumsýningu Game of Thrones Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2016 12:17 Þau Brynjar, Ragnar og Nanna voru stórglæsileg á gráa dreglinum í gær. Vísir/Getty Líkt og kunnugt er leika meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men örlítið hlutverk í sjöttu seríu Game of Thrones sem frumsýnd verður í lok apríl. Í gær fengu helstu stjörnur og aðstandendur þáttanna forsmekk að herlegheitunum þegar haldin var sérstök heimsfrumsýning á fyrsta þætti seríunnar. Þar voru meðlimir Of Monsters and Men mættir. Þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallson og Brynjar Leifsson voru svartklædd á rauða dreglinum sem í þetta sinn var reyndar grár. Þau voru í góðum félagsskap í Los Angeles í gær enda voru helstu stjörnur þáttanna mættar á frumsýninguna, má þar nefna Emilia Clarke (Daenerys Targaryen), Peter Dinklage (Tyrion Lannister), Nikolaj Coster-Waldau (Jaime Lannister) en athygli vakti að Kit Harrington sem leikur Jon Snow var hvergi sjáanlegur.Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?Sjöttu seríu Game of Thrones er beðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim en hún verður frumsýnd í bandarísku sjónvarpi þann 24. apríl næstkomandi. Lítið sem ekkert hefur lekið út um efni sjöttu seríunnar. Fjölmiðlar hafa ekki fengið eintök af þáttunum til umfjöllunar líkt en framleiðendur þáttanna vilja koma í veg fyrir að þeim sé lekið á netið líkt og gerðist fyrir frumsýningu fimmtu seríu þáttanna.Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon.Hér að neðan má sjá stiklu úr sjöttu seríu Game of Thrones Game of Thrones Tengdar fréttir Kostnaðurinn á bak við hvern þátt af Game of Thrones er ótrúlegur Game of Thrones eru vinsælustu þættir heims og horfa milljónir manna á hvern þátt vikulega þegar hann er frumsýndur. 31. mars 2016 14:03 Meðlimir Of Monsters and Men á tökustað Game of Thrones Slökuðu á á milli taka í spænsku borginni Girona. 19. september 2015 23:04 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Líkt og kunnugt er leika meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men örlítið hlutverk í sjöttu seríu Game of Thrones sem frumsýnd verður í lok apríl. Í gær fengu helstu stjörnur og aðstandendur þáttanna forsmekk að herlegheitunum þegar haldin var sérstök heimsfrumsýning á fyrsta þætti seríunnar. Þar voru meðlimir Of Monsters and Men mættir. Þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallson og Brynjar Leifsson voru svartklædd á rauða dreglinum sem í þetta sinn var reyndar grár. Þau voru í góðum félagsskap í Los Angeles í gær enda voru helstu stjörnur þáttanna mættar á frumsýninguna, má þar nefna Emilia Clarke (Daenerys Targaryen), Peter Dinklage (Tyrion Lannister), Nikolaj Coster-Waldau (Jaime Lannister) en athygli vakti að Kit Harrington sem leikur Jon Snow var hvergi sjáanlegur.Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?Sjöttu seríu Game of Thrones er beðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim en hún verður frumsýnd í bandarísku sjónvarpi þann 24. apríl næstkomandi. Lítið sem ekkert hefur lekið út um efni sjöttu seríunnar. Fjölmiðlar hafa ekki fengið eintök af þáttunum til umfjöllunar líkt en framleiðendur þáttanna vilja koma í veg fyrir að þeim sé lekið á netið líkt og gerðist fyrir frumsýningu fimmtu seríu þáttanna.Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon.Hér að neðan má sjá stiklu úr sjöttu seríu Game of Thrones
Game of Thrones Tengdar fréttir Kostnaðurinn á bak við hvern þátt af Game of Thrones er ótrúlegur Game of Thrones eru vinsælustu þættir heims og horfa milljónir manna á hvern þátt vikulega þegar hann er frumsýndur. 31. mars 2016 14:03 Meðlimir Of Monsters and Men á tökustað Game of Thrones Slökuðu á á milli taka í spænsku borginni Girona. 19. september 2015 23:04 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kostnaðurinn á bak við hvern þátt af Game of Thrones er ótrúlegur Game of Thrones eru vinsælustu þættir heims og horfa milljónir manna á hvern þátt vikulega þegar hann er frumsýndur. 31. mars 2016 14:03
Meðlimir Of Monsters and Men á tökustað Game of Thrones Slökuðu á á milli taka í spænsku borginni Girona. 19. september 2015 23:04
Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22