Innblásturinn VHS myndkassettur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2016 16:30 Skemmtilegt verkefni. vísir Næstkomandi laugardag opnar PORT verkefnarými sýningu á verkum Atla Bollasonar og Sigtryggs Bergs Sigmarssonar - SNOW MOTION. Meginþema sýningarinnar eru verk innblásin af VHS myndkassettum og myndtruflunum úr sama miðli. Sýningin opnar klukkan sex. Myndsuð eða myndtruflanir er kallað „snjór“ á fjöldamörgum tungumálum. Þegar snjókornin eru grandskoðuð kemur í ljós að þau eru einstök og formfögur, síbreytileg og litrík. Á SNOW MOTION mætast tveir listamenn sem báðir hafa unnið fjölbreytt verk síðustu ár. Það sem sameinar þá á þessari sýningu nú er myndbandskassettan, sem var allt um lykjandi fyrir nokkrum árum. Vídeóspólan er til margs nothæf enn þann dag í dag. Það má byggja á henni, hlaða henni upp eins og múrsteinum, og ef vel er leitað má finna nýjar myndir í henni, allt aðrar myndir en þær sem lagt var upp með að spólan sýndi í myndbandakerfum fjölbýlishúsa okkar jarðarbúa. Listamennirnir eru:ATLI BOLLASON (f. 1985) hefur fengist við fjöldamargar listgreinar undanfarin ár. Hann hefur sýnt innsetningar og vídeóverk, síðast í samstarfi við Or Type á Hönnunarmars; hann hefur umbreytt ljósahjúpi Hörpu í gagnvirk listaverk, bæði tölvuleikinn PONG og sérstakt ljósaorgel; hann gaf út tvær plötur og lék á tugum tónleika með hljómsveit sinni Sprengjuhöllinni; hann hefur leikið í stuttmyndum, gamanþáttum og nú síðast kanadísku kvikmyndinni O, Brazen Age; hann hefur þýtt draugasögur og birt smásögur og ljóð auk þess sem hann hefur fengist við textagerð fyrir Gusgus, Hjaltalín, Högna Egilsson og Helga Björnsson. Þess utan hefur Atli starfað við auglýsingagerð, sem menningarblaðamaður og gagnrýnandi, plötusnúður, og innsti koppur í búri hjá kvikmyndahátíðinni RIFF. Atli lauk meistaragráðu í enskum bókmenntum frá Concordia háskóla í Montréal árið 2011 og BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2007.SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON (f. 1977) stundaði myndlistarnám í Hannover hjá prófessor Ulrich Eller og lauk meistaragráðu frá Fachhochschule Hannover Bildende Kunst árið 2003. Áður hafði hann stundað nám við Konunglega konservatoríið í Haag á árunum 1997 - 1998. Valdar einkasýningar - Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE), Lindenau, Leipzig (DE), Castle Insterburg, Tchernyakhovsk (RU), Gallerí Ágúst, Reykjavík (IS), Museums Quartier (AUS), Kunstschlager, Reykjavik (IS), Der Grieche, Berlin (DE), National Gallery of Iceland, Reykjavik (IS), Rocksbox Fine Art, Portland (USA), Hectoliter, Brussels (BE), Stadslimiet, Antwerpen (BE), Basement Gallery, Vienna (AT) & Trampoline Gallery, Antwerpen (BE) Valdar samsýningar - Listasafn Íslands, Reykjavík (IS), Hafnarborg, Hafnarfjörður (IS), Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík (IS), M HKA, Antwerpen (BE), Copenhagen Art Festival, Copenhagen (DK), 21er Kunsthaus, Vienna (AT), The Living Art Museum, Reykjavik (IS),Galerie 21, Hamburg (DE), De Vleeshal, Middelburg (NL) & Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE). Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Næstkomandi laugardag opnar PORT verkefnarými sýningu á verkum Atla Bollasonar og Sigtryggs Bergs Sigmarssonar - SNOW MOTION. Meginþema sýningarinnar eru verk innblásin af VHS myndkassettum og myndtruflunum úr sama miðli. Sýningin opnar klukkan sex. Myndsuð eða myndtruflanir er kallað „snjór“ á fjöldamörgum tungumálum. Þegar snjókornin eru grandskoðuð kemur í ljós að þau eru einstök og formfögur, síbreytileg og litrík. Á SNOW MOTION mætast tveir listamenn sem báðir hafa unnið fjölbreytt verk síðustu ár. Það sem sameinar þá á þessari sýningu nú er myndbandskassettan, sem var allt um lykjandi fyrir nokkrum árum. Vídeóspólan er til margs nothæf enn þann dag í dag. Það má byggja á henni, hlaða henni upp eins og múrsteinum, og ef vel er leitað má finna nýjar myndir í henni, allt aðrar myndir en þær sem lagt var upp með að spólan sýndi í myndbandakerfum fjölbýlishúsa okkar jarðarbúa. Listamennirnir eru:ATLI BOLLASON (f. 1985) hefur fengist við fjöldamargar listgreinar undanfarin ár. Hann hefur sýnt innsetningar og vídeóverk, síðast í samstarfi við Or Type á Hönnunarmars; hann hefur umbreytt ljósahjúpi Hörpu í gagnvirk listaverk, bæði tölvuleikinn PONG og sérstakt ljósaorgel; hann gaf út tvær plötur og lék á tugum tónleika með hljómsveit sinni Sprengjuhöllinni; hann hefur leikið í stuttmyndum, gamanþáttum og nú síðast kanadísku kvikmyndinni O, Brazen Age; hann hefur þýtt draugasögur og birt smásögur og ljóð auk þess sem hann hefur fengist við textagerð fyrir Gusgus, Hjaltalín, Högna Egilsson og Helga Björnsson. Þess utan hefur Atli starfað við auglýsingagerð, sem menningarblaðamaður og gagnrýnandi, plötusnúður, og innsti koppur í búri hjá kvikmyndahátíðinni RIFF. Atli lauk meistaragráðu í enskum bókmenntum frá Concordia háskóla í Montréal árið 2011 og BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2007.SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON (f. 1977) stundaði myndlistarnám í Hannover hjá prófessor Ulrich Eller og lauk meistaragráðu frá Fachhochschule Hannover Bildende Kunst árið 2003. Áður hafði hann stundað nám við Konunglega konservatoríið í Haag á árunum 1997 - 1998. Valdar einkasýningar - Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE), Lindenau, Leipzig (DE), Castle Insterburg, Tchernyakhovsk (RU), Gallerí Ágúst, Reykjavík (IS), Museums Quartier (AUS), Kunstschlager, Reykjavik (IS), Der Grieche, Berlin (DE), National Gallery of Iceland, Reykjavik (IS), Rocksbox Fine Art, Portland (USA), Hectoliter, Brussels (BE), Stadslimiet, Antwerpen (BE), Basement Gallery, Vienna (AT) & Trampoline Gallery, Antwerpen (BE) Valdar samsýningar - Listasafn Íslands, Reykjavík (IS), Hafnarborg, Hafnarfjörður (IS), Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík (IS), M HKA, Antwerpen (BE), Copenhagen Art Festival, Copenhagen (DK), 21er Kunsthaus, Vienna (AT), The Living Art Museum, Reykjavik (IS),Galerie 21, Hamburg (DE), De Vleeshal, Middelburg (NL) & Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE).
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira