Birgitta: Ekki að reyna verða næsti forsætisráðherra Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. apríl 2016 12:48 Ástralar hafa mikinn áhuga á Birgittu, m.a. vegna þess að hún bjó þar í eitt ár. Vísir/ABC Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir í sjónvarpsviðtal við ABC news í Ástralíu sem tekið var í gær að hún sé ekki að falast eftir því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum Gallup hafa Píratar mælst með um 30 – 36% fylgi en í viðtalinu segist Birgitta ekki búast við því að flokkurinn fái svo góða kosningu. Hún segist fyrst og fremst trúa á þingræði og að hún sé því í hugsjón á móti því að einn flokkur hafi slíkan meirihluta á þingi. „Það getur allt gerst en ég er ekki að reyna verða forsætisráðherra. Því ég er hreinlega ekki viss um að ég sé best til þess fallin,“ segir Birgitta í viðtalinu. „Forsætisráðherra þarf að búa yfir persónueiginleikum sem við höfum ekki séð í fyrrum forsætisráðherra né í núverandi. Þetta er svakalegt verkefni. Fólk er orðið þreytt á því að hafa fólk í þessari stöðu sem tvístra þjóðinni. Ég er mjög umdeild manneskja, þannig að kannski er ég ekki sú rétta til þess að verða forsætisráðherra.“ Í viðtalinu er hún einnig spurð um hvort hún myndi bjóða Julian Assange hæli á Íslandi yrði hún forsætisráðherra. Hún svarar því á þann hátt að hún myndi mæla með því að Assange og Edward Snowden myndu sækja hér um ríkisborgararétt. Það yrði þá lagt fyrir þingið sem tæki ákvörðun.Samkvæmt skoðanakönnun RÚV vilja fleiri Helgi Hrafn Gunnarsson sem næsta forsætisráðherra en Birgittu.VísirEftir viðtalið vakna upp spurningar hvernig málum er háttað hjá Pírötum ef skyldi koma að því að manna í ráðherrastóla. „Við erum bara ekki komin það langt,“ segir Birgitta í spjalli við Vísi. „Persónulega þætti mér töff ef við myndum bæði ræða um það, þegar nær dregur, en það væri líka gaman að heyra vilja þjóðarinnar.“Í nýlegri skoðanakönnun RÚV kom fram að 6% myndu vilja sjá Helga Hrafn Gunnarsson sem forsætisráðherra á meðan 3% myndu vilja sjá þig. Mynduð þið gera aðra skoðanakönnun eða hvernig gætuð þið hugsað ykkur að vinna þetta?„Ég held að við myndum bara skoða það hver passar best hvar. Við eigum eftir að sjá aðra frambjóðendur þar sem við erum ekki komin með prófkjör. Þannig að mér finnst svolítið frumhlaup að stilla sér inn í einhverja stóla. Það er ekki viðeigandi.“Þið bjuggust kannski ekkert endilega við að þurfa fara hugsa fyrir þessu?„Nei, og mér finnst óþægilegt að alþjóðapressan skuli alltaf stilla því þannig upp að ég sé að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Ég er alltaf að reyna leiðrétta þetta. En það er eins og að ýta fíl upp fjall. Þá útskýrir maður hvernig vil virkum. Það er kannski bara líka ágætis tækifæri til þess að fá að útskýra hvernig flokkurinn virkar.“Myndi koma til greina að ráða fagmenn utanflokka til þess að manna ráðherrastóla?„Ég veit ekki alveg hvað fagaðili í ráðuneyti er. Sá sem er ráðherra er í raun lobbý-isti til þess að reyna framkvæma ákveðna stefnu. Við eigum bara eftir að fara í mikla umræðu innan flokksins. Ég treysti mér ekki til þess að koma með einhverjar afgerandi skoðanir á slíku fyrr. Ég held að það væri mjög gott ef það væru mjög skýrar línur á öllu svona fyrir kosningar, þannig að fólk myndi vita að hverju það væri að ganga.“ Birgitta segir að lokum að flokkurinn ætti ekkert endilega að vera spegla sig út frá núverandi valdakerfi. „Ég er mest hrifin af því að við skoðum einfaldlega hver gæti verið mest öflugur í fjárlaganefnd eða öðru slíku. Ég er mikill þingræðissinni því mér finnst það vald vera næst fólkinu.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Fylgi Framsóknarflokksins ekki mælst minna í átta ár Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. 13. apríl 2016 19:40 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 „Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. 6. apríl 2016 13:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir í sjónvarpsviðtal við ABC news í Ástralíu sem tekið var í gær að hún sé ekki að falast eftir því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum Gallup hafa Píratar mælst með um 30 – 36% fylgi en í viðtalinu segist Birgitta ekki búast við því að flokkurinn fái svo góða kosningu. Hún segist fyrst og fremst trúa á þingræði og að hún sé því í hugsjón á móti því að einn flokkur hafi slíkan meirihluta á þingi. „Það getur allt gerst en ég er ekki að reyna verða forsætisráðherra. Því ég er hreinlega ekki viss um að ég sé best til þess fallin,“ segir Birgitta í viðtalinu. „Forsætisráðherra þarf að búa yfir persónueiginleikum sem við höfum ekki séð í fyrrum forsætisráðherra né í núverandi. Þetta er svakalegt verkefni. Fólk er orðið þreytt á því að hafa fólk í þessari stöðu sem tvístra þjóðinni. Ég er mjög umdeild manneskja, þannig að kannski er ég ekki sú rétta til þess að verða forsætisráðherra.“ Í viðtalinu er hún einnig spurð um hvort hún myndi bjóða Julian Assange hæli á Íslandi yrði hún forsætisráðherra. Hún svarar því á þann hátt að hún myndi mæla með því að Assange og Edward Snowden myndu sækja hér um ríkisborgararétt. Það yrði þá lagt fyrir þingið sem tæki ákvörðun.Samkvæmt skoðanakönnun RÚV vilja fleiri Helgi Hrafn Gunnarsson sem næsta forsætisráðherra en Birgittu.VísirEftir viðtalið vakna upp spurningar hvernig málum er háttað hjá Pírötum ef skyldi koma að því að manna í ráðherrastóla. „Við erum bara ekki komin það langt,“ segir Birgitta í spjalli við Vísi. „Persónulega þætti mér töff ef við myndum bæði ræða um það, þegar nær dregur, en það væri líka gaman að heyra vilja þjóðarinnar.“Í nýlegri skoðanakönnun RÚV kom fram að 6% myndu vilja sjá Helga Hrafn Gunnarsson sem forsætisráðherra á meðan 3% myndu vilja sjá þig. Mynduð þið gera aðra skoðanakönnun eða hvernig gætuð þið hugsað ykkur að vinna þetta?„Ég held að við myndum bara skoða það hver passar best hvar. Við eigum eftir að sjá aðra frambjóðendur þar sem við erum ekki komin með prófkjör. Þannig að mér finnst svolítið frumhlaup að stilla sér inn í einhverja stóla. Það er ekki viðeigandi.“Þið bjuggust kannski ekkert endilega við að þurfa fara hugsa fyrir þessu?„Nei, og mér finnst óþægilegt að alþjóðapressan skuli alltaf stilla því þannig upp að ég sé að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Ég er alltaf að reyna leiðrétta þetta. En það er eins og að ýta fíl upp fjall. Þá útskýrir maður hvernig vil virkum. Það er kannski bara líka ágætis tækifæri til þess að fá að útskýra hvernig flokkurinn virkar.“Myndi koma til greina að ráða fagmenn utanflokka til þess að manna ráðherrastóla?„Ég veit ekki alveg hvað fagaðili í ráðuneyti er. Sá sem er ráðherra er í raun lobbý-isti til þess að reyna framkvæma ákveðna stefnu. Við eigum bara eftir að fara í mikla umræðu innan flokksins. Ég treysti mér ekki til þess að koma með einhverjar afgerandi skoðanir á slíku fyrr. Ég held að það væri mjög gott ef það væru mjög skýrar línur á öllu svona fyrir kosningar, þannig að fólk myndi vita að hverju það væri að ganga.“ Birgitta segir að lokum að flokkurinn ætti ekkert endilega að vera spegla sig út frá núverandi valdakerfi. „Ég er mest hrifin af því að við skoðum einfaldlega hver gæti verið mest öflugur í fjárlaganefnd eða öðru slíku. Ég er mikill þingræðissinni því mér finnst það vald vera næst fólkinu.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fylgi Framsóknarflokksins ekki mælst minna í átta ár Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. 13. apríl 2016 19:40 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 „Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. 6. apríl 2016 13:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Fylgi Framsóknarflokksins ekki mælst minna í átta ár Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. 13. apríl 2016 19:40
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00
„Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. 6. apríl 2016 13:41