Kastað upp í matvöruverslun Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2016 10:30 Djúskúr Nú er ein kollega minna orðin svoleiðis öskrandi æst og peppuð yfir komandi sumri. Í hádegismat um daginn rakti hún í löngu máli einhvern vikulangan djúskúr sem hún sagði hafa breytt lífi sínu fyrir nokkrum árum. Aðrir kollegar og samferðamenn eru sem stendur í ströngu nammibindindi eftir páskahátíðina miklu enda einn af fylgifiskum hennar sá að svitna súkkulaði eftir ótæpilega neyslu sælgætisins sem mótað er í kúlulaga dýraafurð. Fullt hús matar ef þið spyrjið mig. Sjálf er ég orðin frekar peppuð yfir sumrinu en þó laus við það að æsa mig upp í einhverjar takmarkanir í mataræði og ætla alveg að láta þær vera. Ég held að mitt aðalmarkmið í sumar verði bara að hafa gaman sama í hvaða þyngd ég er. Ég er samt að reyna að safna mér fyrir íbúð þannig að ég hugsa að ég geri ekki neitt sem kostar pening. Ég sleppi sjálfsagt ferðalögum alfarið, innanlands sem utan. Þau eru alltof dýr. Svo ætla ég að hola niður einhverjum fræjum í ker úti á svölum og borða bara uppskeruna. Þá slæ ég líka tvær flugur í einu höggi. Spara og gerist vegan. Það er víst ekki hægt að rækta kjöt af fræi. Ekki enn að minnsta kosti. Ég fór nefnilega í matvöruverslun um daginn og keypti í matinn. Ég var nú ekkert að tríta mig með kavíar og foi gras en það var samt svo dýrt að ég kastaði næstum því upp þegar ég straujaði kortið. Miðað við þær takmarkanir sem ég hef sett mér undanfarið í lifnaðarháttum og sparnaði sé ég fram á að eignast íbúð í ársbyrjun 2030. Ég er auðvitað þrælspennt og búin að búa til sér borð á Pinterest þar sem ég vista skilmerkilega óraunhæfar hugmyndir um ytra og innra byrði íbúðarinnar en miðað við kaupmátt minn þá sé ég fram á að enda í niðurgrafinni íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu frekar heldur en þakíbúð með óendanlegri lofthæð og svölum.via GIPHYFacebook-leikir Annars hef ég dáldið verið að uppgötva sjálfa mig upp á síðkastið. Ég er auðvitað sífellt að kynnast sjálfri mér betur enda í nánum samvistum við mig sjálfa velflesta tíma sólarhringsins. Síðastliðnar vikur hef ég komið mér á óvart þar sem ég hef tvisvar sinnum á jafn mörgum vikum tekið þátt í leikjum á samskiptamiðlinum Facebook. Þið kannist sjálfsagt við þetta. Kvitta, deila og tagga einhvern sem þú vilt njóta vinningsins með. Mér finnst nefnilega full langt síðan ég hef unnið nokkuð af viti. Síðast þegar ég vann stóra vinninginn var þegar endurvinnslustöðin Sorpa fagnaði 10 ára afmæli. Þá vann ég Playstation 2 tölvu og fullt af nammi sérmerktu fyrirtækinu. Svo birtist þessi ægilega fína mynd af mér í ársskýrslu fyrirtækisins og ef þið haldið að ég sé að ljúga þá getið þið bara slegið inn leitarorðin Gyða Lóa og Sorpa inn á Google. Ég var auðvitað rígmontin með þetta allt saman og er handviss um að nú sé minn tími kominn aftur. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Djúskúr Nú er ein kollega minna orðin svoleiðis öskrandi æst og peppuð yfir komandi sumri. Í hádegismat um daginn rakti hún í löngu máli einhvern vikulangan djúskúr sem hún sagði hafa breytt lífi sínu fyrir nokkrum árum. Aðrir kollegar og samferðamenn eru sem stendur í ströngu nammibindindi eftir páskahátíðina miklu enda einn af fylgifiskum hennar sá að svitna súkkulaði eftir ótæpilega neyslu sælgætisins sem mótað er í kúlulaga dýraafurð. Fullt hús matar ef þið spyrjið mig. Sjálf er ég orðin frekar peppuð yfir sumrinu en þó laus við það að æsa mig upp í einhverjar takmarkanir í mataræði og ætla alveg að láta þær vera. Ég held að mitt aðalmarkmið í sumar verði bara að hafa gaman sama í hvaða þyngd ég er. Ég er samt að reyna að safna mér fyrir íbúð þannig að ég hugsa að ég geri ekki neitt sem kostar pening. Ég sleppi sjálfsagt ferðalögum alfarið, innanlands sem utan. Þau eru alltof dýr. Svo ætla ég að hola niður einhverjum fræjum í ker úti á svölum og borða bara uppskeruna. Þá slæ ég líka tvær flugur í einu höggi. Spara og gerist vegan. Það er víst ekki hægt að rækta kjöt af fræi. Ekki enn að minnsta kosti. Ég fór nefnilega í matvöruverslun um daginn og keypti í matinn. Ég var nú ekkert að tríta mig með kavíar og foi gras en það var samt svo dýrt að ég kastaði næstum því upp þegar ég straujaði kortið. Miðað við þær takmarkanir sem ég hef sett mér undanfarið í lifnaðarháttum og sparnaði sé ég fram á að eignast íbúð í ársbyrjun 2030. Ég er auðvitað þrælspennt og búin að búa til sér borð á Pinterest þar sem ég vista skilmerkilega óraunhæfar hugmyndir um ytra og innra byrði íbúðarinnar en miðað við kaupmátt minn þá sé ég fram á að enda í niðurgrafinni íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu frekar heldur en þakíbúð með óendanlegri lofthæð og svölum.via GIPHYFacebook-leikir Annars hef ég dáldið verið að uppgötva sjálfa mig upp á síðkastið. Ég er auðvitað sífellt að kynnast sjálfri mér betur enda í nánum samvistum við mig sjálfa velflesta tíma sólarhringsins. Síðastliðnar vikur hef ég komið mér á óvart þar sem ég hef tvisvar sinnum á jafn mörgum vikum tekið þátt í leikjum á samskiptamiðlinum Facebook. Þið kannist sjálfsagt við þetta. Kvitta, deila og tagga einhvern sem þú vilt njóta vinningsins með. Mér finnst nefnilega full langt síðan ég hef unnið nokkuð af viti. Síðast þegar ég vann stóra vinninginn var þegar endurvinnslustöðin Sorpa fagnaði 10 ára afmæli. Þá vann ég Playstation 2 tölvu og fullt af nammi sérmerktu fyrirtækinu. Svo birtist þessi ægilega fína mynd af mér í ársskýrslu fyrirtækisins og ef þið haldið að ég sé að ljúga þá getið þið bara slegið inn leitarorðin Gyða Lóa og Sorpa inn á Google. Ég var auðvitað rígmontin með þetta allt saman og er handviss um að nú sé minn tími kominn aftur.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30