Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 2. apríl 2016 19:30 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira