Skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna Bjarni Halldór Janusson og Geir Finnsson. skrifar 4. apríl 2016 11:21 Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun