Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 11:56 Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48