„Það er búið að niðurlægja heila þjóð“ Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 15:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ómyrkir í máli í garð forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar á Alþingi í dag. vísir/ernir „Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“ Panama-skjölin Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
„Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“
Panama-skjölin Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira