ASÍ neitar tengslum við aflandsfélög og óskar upplýsinga úr Panama-skjölum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði verkalýðsfélög hafa tengsl við aflandsfélög í viðtali við sænska sjónvarpið sem sýnt var í Kastljósi á sunnudaginn. Mynd/RÚV „Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
„Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira