Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Birta Björnsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:01 Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar og framhald á stjórnarsamstarfinu vegna Wintris-málsins var meðal þess sem rætt var á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. Fram hefur komið að Bjarni tengist sjálfur félaginu Falson & co. sem skráð er á Seychelles-eyjum. Eruþetta ekkióheppilegar upplýsingar sem koma fram fyrir starfandi fjármálaráðherra? „Jú, eflaust má segja að þetta sé óheppilegt,“ segir Bjarni. „Ég legg áherslu á að þetta var á þeim tíma sem ég var ekki orðinn ráðherra. Fjárfestingin átti sér stað áður en ég varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta voru einföld viðskipti, fasteignaviðskipti. Kaup áttu sér stað. Síðar var gengið út úr kaupunum og endurgreiðsla átti sér stað. Það átti sér aldrei stað nokkur starfsemi í félaginu. Það sem er óheppilegt er að maður þurfi að vera að skýra þetta tiltölulega einfalda mál mörgum mörgum árum síðar. Ég get ekki annað sagt.“ Aðspurður segist Bjarni ekki hafa íhugað stöðu sína sem fjármálaráðherra í kjölfar upplýsinganna. „Nei, ég er nú með hugann við stöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. „Ég er auðvitað með hugann við það að ég finn fyrir bylgju óánægju og er að reyna að átta mig á því hvernig úr þessu þarf að spilast.“ Sjálfstæðisflokkurinn fundaði fyrr í dag og tók Bjarni þátt í fundinum í gegnum síma.Hvernig horfir máliðviðykkur Sjálfstæðismönnum gagnvart samstarfsflokknumíríkisstjórninni?„Á þessum fundi í dag vorum við fyrst og fremst að skiptast á skoðunum og leggja mat á stöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Bjarni. „Það er auðvitað alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni í augnablikinu. Að hluta til kallar fólk eftir frekari skýringum. Ég hef lagt mig fram um að veita þær eins mikið og ég get. Ég tel að ég hafi algjörlega gert grein fyrir því sem að mér snýr. En eftir situr þung umræða um stöðu ríkisstjórnarinnar. Stóra spurningin er núna, og ekki síst eftir að vantrauststillagan hefur verið lögð fram, er hvernig stjórnarflokkarnir fara í gegnum þá umræðu. Auk þess þarf að huga að þessu samstarfi í framhaldinu. Þetta er bara það sem við erum að ræða og ekkert meira um það að segja í bili. Ég held áfram að ræða við mitt fólk um leið og ég kem aftur til Íslands.“Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á forsætisráðherra.Eru skiptar skoðanir innan flokksins um stöðu forsætisráðherra?„Ég ætla ekki að tala fyrir allar þær skoðanir sem kunna að vera innan flokksins um málið. Já já, eflaust eru skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins um þessi mál öll. Mér hefur þótt mikilvægt að okkur takist að fara í gegnum þessa umræðu um mál sem snerta aflandsfélög þannig að við gerum greinamun á milli þeirra sem hafa haft allt sitt á hreinu og uppi á borðum og hafa ekki verið að fela eignir eða tekjur, og svo hinna sem nota félög og fyrirtæki af þessum toga til þess að skjóta undan og svíkja. Við verðum að geta tekið umræðuna á þeim forsendum. Það sem að mér snýr stenst alla skoðun þegar þessi mælikvarði er lagður á það. Auðvitað eru margar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins en ég er ekki með hugann við það. Ég er með hugann við stjórnarsamstarfið.“Enþúsjálfur, styðurþúSigmund Davíðtiláframhaldandi setuístóli forsætisráðherra?„Svona spurningum svarar maður auðvitað ekki. Það verður ekki hægt að fá neinar stuðningsyfirlýsingar frá mér, við Sigmund Davíð eða nokkurn mann, á meðan þessar aðstæður eru uppi. Stjórnarflokkarnir þurfa nú að setjast niður og leggja mat á styrkleika sinn. Ég vil meina að við höfum náð gríðarlegum árangri í okkar störfum og höfum fullan hug á að ljúka þessu kjörtímabili með sóma. Nú er komin upp staða sem þarf að bregðast við. Ég vinn ekki þannig að ég lýsi yfir trausti eða vantrausti á menn eftir pöntunum fjölmiðla eða annarra. Ég sest einfaldlega niður með þeim sem ég er að vinna með, við metum stöðuna og tökum svo ákvarðanir eftir það.“Frá mótmælum vegna málsins á Austurvelli í dag.Vísir/ErnirHafiðþiðSigmundur Davíðrætt eitthvaðsaman undanfarna sólarhringa?„Já við höfum heyrst.“ Aðspurður um vantrauststillöguna sem stjórnarandstaðan lagði fram á Alþingi í dag sagði Bjarni: „Í svona málum þurfa stjórnarflokkarnir að setjast niður og ákveða í sameiningu hvað eigi að gera. Það er það sem við erum að funda um og ræða. Það hefur skolast mikið traust undan þessari ríkisstjórn og við því þarf að bregðast. Við munum ekki stinga hausnum í sandinn til að forðast þá umræðu. Hlutirnir gerast ekki þannig á Íslandi að ríkisstjórnir falli óvænt í atkvæðagreiðslu á Alþingi.“ Bjarni átti að koma til landsins í morgun en kemur ekki fyrr en á morgun.Hefðirþúekkiþurft aðkoma til landsins fyrr?„Ég gat nú ekki vel séð það fyrir hvernig þessi atburðarás yrði öll. Mínum tíma er afskaplega vel varið þá sjaldan ég hitti börnin mín og ég skammast mín ekkert fyrir það að gefa þeim af og til nokkra daga með mér.“Að lokum, hefur þú áhyggjur af því að kastljós erlendra fjölmiðla beinist nú að Íslandi vegna málsins? „Mér þykir auðvitað slæmt þegar hvað sem varðar Ísland er sýnt í neikvæðu ljósi. Til lengri tíma hef ég ekki áhyggjur af því vegna þess að það spilast nú alltaf einhvernveginn úr þessum hlutum. En auðvitað er þetta ekkert fagnaðarefni.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar og framhald á stjórnarsamstarfinu vegna Wintris-málsins var meðal þess sem rætt var á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. Fram hefur komið að Bjarni tengist sjálfur félaginu Falson & co. sem skráð er á Seychelles-eyjum. Eruþetta ekkióheppilegar upplýsingar sem koma fram fyrir starfandi fjármálaráðherra? „Jú, eflaust má segja að þetta sé óheppilegt,“ segir Bjarni. „Ég legg áherslu á að þetta var á þeim tíma sem ég var ekki orðinn ráðherra. Fjárfestingin átti sér stað áður en ég varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta voru einföld viðskipti, fasteignaviðskipti. Kaup áttu sér stað. Síðar var gengið út úr kaupunum og endurgreiðsla átti sér stað. Það átti sér aldrei stað nokkur starfsemi í félaginu. Það sem er óheppilegt er að maður þurfi að vera að skýra þetta tiltölulega einfalda mál mörgum mörgum árum síðar. Ég get ekki annað sagt.“ Aðspurður segist Bjarni ekki hafa íhugað stöðu sína sem fjármálaráðherra í kjölfar upplýsinganna. „Nei, ég er nú með hugann við stöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. „Ég er auðvitað með hugann við það að ég finn fyrir bylgju óánægju og er að reyna að átta mig á því hvernig úr þessu þarf að spilast.“ Sjálfstæðisflokkurinn fundaði fyrr í dag og tók Bjarni þátt í fundinum í gegnum síma.Hvernig horfir máliðviðykkur Sjálfstæðismönnum gagnvart samstarfsflokknumíríkisstjórninni?„Á þessum fundi í dag vorum við fyrst og fremst að skiptast á skoðunum og leggja mat á stöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Bjarni. „Það er auðvitað alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni í augnablikinu. Að hluta til kallar fólk eftir frekari skýringum. Ég hef lagt mig fram um að veita þær eins mikið og ég get. Ég tel að ég hafi algjörlega gert grein fyrir því sem að mér snýr. En eftir situr þung umræða um stöðu ríkisstjórnarinnar. Stóra spurningin er núna, og ekki síst eftir að vantrauststillagan hefur verið lögð fram, er hvernig stjórnarflokkarnir fara í gegnum þá umræðu. Auk þess þarf að huga að þessu samstarfi í framhaldinu. Þetta er bara það sem við erum að ræða og ekkert meira um það að segja í bili. Ég held áfram að ræða við mitt fólk um leið og ég kem aftur til Íslands.“Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á forsætisráðherra.Eru skiptar skoðanir innan flokksins um stöðu forsætisráðherra?„Ég ætla ekki að tala fyrir allar þær skoðanir sem kunna að vera innan flokksins um málið. Já já, eflaust eru skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins um þessi mál öll. Mér hefur þótt mikilvægt að okkur takist að fara í gegnum þessa umræðu um mál sem snerta aflandsfélög þannig að við gerum greinamun á milli þeirra sem hafa haft allt sitt á hreinu og uppi á borðum og hafa ekki verið að fela eignir eða tekjur, og svo hinna sem nota félög og fyrirtæki af þessum toga til þess að skjóta undan og svíkja. Við verðum að geta tekið umræðuna á þeim forsendum. Það sem að mér snýr stenst alla skoðun þegar þessi mælikvarði er lagður á það. Auðvitað eru margar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins en ég er ekki með hugann við það. Ég er með hugann við stjórnarsamstarfið.“Enþúsjálfur, styðurþúSigmund Davíðtiláframhaldandi setuístóli forsætisráðherra?„Svona spurningum svarar maður auðvitað ekki. Það verður ekki hægt að fá neinar stuðningsyfirlýsingar frá mér, við Sigmund Davíð eða nokkurn mann, á meðan þessar aðstæður eru uppi. Stjórnarflokkarnir þurfa nú að setjast niður og leggja mat á styrkleika sinn. Ég vil meina að við höfum náð gríðarlegum árangri í okkar störfum og höfum fullan hug á að ljúka þessu kjörtímabili með sóma. Nú er komin upp staða sem þarf að bregðast við. Ég vinn ekki þannig að ég lýsi yfir trausti eða vantrausti á menn eftir pöntunum fjölmiðla eða annarra. Ég sest einfaldlega niður með þeim sem ég er að vinna með, við metum stöðuna og tökum svo ákvarðanir eftir það.“Frá mótmælum vegna málsins á Austurvelli í dag.Vísir/ErnirHafiðþiðSigmundur Davíðrætt eitthvaðsaman undanfarna sólarhringa?„Já við höfum heyrst.“ Aðspurður um vantrauststillöguna sem stjórnarandstaðan lagði fram á Alþingi í dag sagði Bjarni: „Í svona málum þurfa stjórnarflokkarnir að setjast niður og ákveða í sameiningu hvað eigi að gera. Það er það sem við erum að funda um og ræða. Það hefur skolast mikið traust undan þessari ríkisstjórn og við því þarf að bregðast. Við munum ekki stinga hausnum í sandinn til að forðast þá umræðu. Hlutirnir gerast ekki þannig á Íslandi að ríkisstjórnir falli óvænt í atkvæðagreiðslu á Alþingi.“ Bjarni átti að koma til landsins í morgun en kemur ekki fyrr en á morgun.Hefðirþúekkiþurft aðkoma til landsins fyrr?„Ég gat nú ekki vel séð það fyrir hvernig þessi atburðarás yrði öll. Mínum tíma er afskaplega vel varið þá sjaldan ég hitti börnin mín og ég skammast mín ekkert fyrir það að gefa þeim af og til nokkra daga með mér.“Að lokum, hefur þú áhyggjur af því að kastljós erlendra fjölmiðla beinist nú að Íslandi vegna málsins? „Mér þykir auðvitað slæmt þegar hvað sem varðar Ísland er sýnt í neikvæðu ljósi. Til lengri tíma hef ég ekki áhyggjur af því vegna þess að það spilast nú alltaf einhvernveginn úr þessum hlutum. En auðvitað er þetta ekkert fagnaðarefni.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29
Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent