Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans. vísir/Vilhelm Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira