Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf: "Þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 10:26 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00