„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. apríl 2016 19:48 „Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang
Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55
Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53