Píratar mælast með 43 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira